Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Skemmtilegt en Vitleysa

Mér finnst furðulegt að fólk taki þetta svo alvarlega að það haldi að XÆ taki við borgarstjórn. Leyfum þeim að kvelja þessar beljur í fjórflokknum. Því miður væri bara enn skemmtilegra ef besti flokkurinn tæki þetta aðeins alvarlegra og setji fram raunhæf stefnumál sem þeir geta svo ýtt fram með öðrum hætti og jafnvel náð fram að verði gert.

 

  1. Frítt í strætó sem er góð hugmynd en setja það í raunhæfari mynd  frítt Laugardaga og sunnudaga , eða frítt í strætó frá 0600 til 0800 og aftur 1700 til 1900. þetta kemur fólki í og úr vinnu og skóla allavega frítt. og mundi jafnvel auka notkun á þessu góða kerfi.
  2. Hvernig væri að setja upp reglugerð um leikskólastyrk fyrir láglauna fólk. Verður að gera leikskóla þannig að börn komi úr leikskólum læs.
  3. Dropa Dönsku úr menntakerfinu og setja einhver fög sem fólk hefur áhuga á T.d meiri nátturrfræði, Orkufræði, Heimspeki eða jafnvel kenna einbeitningu hef alltaf viljað sjá skóla kenna minnisgetu og fleira í þeim dúr.   

Tekjur og sparnaður

 

  1. Bílagjöld fleiri en einn bíll á heimili þarf að greiða borgarskatt.
  2. Borga fyrir aðgang til að keyra um Bankastrætið og Austurvelli.
  3. Setja upp gagnagrunn þar sem borgaryfirvöld, leikskólar, Grunnskólar, elliheimilli eða öll þjónustu verkefni sem borgin er með getur beðið um sérstaka aðstoð borgara til að gefa fjármunni, Vinnu og eða efni (Málningu,Timbur)
Þetta er bara eitthvað sem mér datt í hug á 15 mínútum svo að Besti flokkurinn verður að gera betur en ég.

 

Besti flokkurinn getur jafnvel tekið borgarstjórastóll en ég ber nú virðingu fyrir Jón Gnarr og ég veit að hann áttar sig vel á því að það er ekkert grín að reka borg. Hins vegar hvet ég Besta flokkinn að halda áfram og sérstaklega Jón að vinna sér inn reynslu og þekkingu til að gera alvöru úr málunum og bjóða Besta flokkinn fram aftur með aðeins betri fólk fyrir aftan sig. Ef svo skyldi fara að þeir munu ætla að gera alvöru úr þessu og þetta fólk fer þarna inn þá verður það vont að mínu mati en maður á ekki að dæma fyrirfram, ég ber eintóma virðingu fyrir heimsku fólksins svo það er nú aldrei að vita og ef það gerist þá er það vilji fólksins. 

 

Bestu kveðjur 

Hjálmar


mbl.is Jón Gnarr: „Ég er stoltur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband