Vinstri eða Hægri

Hef verið að spá í þetta. mér finnst stjórnmál á íslandi farin að verða svona eins og í Bandaríkjunum. Left or Right, Democrat or Republican. Blár eða Rauður. Þetta snýst eingöngu um flokka ekki málefni eða fólkið í framboði. Hversu margir íslendingar kjósa en gætu ekki nefnt menn í fimm fyrstu sætum. eða geta sagt hvað séu þeirra málefni. En svona er þetta bara það er nóg að líta til Ameríku núna og þá sjáum við hvernig ísland verður í framtíðinni. t.d. finnst mér fólk vera farið að bæta vel utan á sig. (Ef þú tekur þetta eitthvað til þín farðu þá ræktina.)

 

Vinstri eða Hægri

Vinstri stjórn virðist engan veginn geta tekið á þessu vandamáli og hreinlega ræður ekkert við þetta. Eftir þetta kjörtímabil (ef þeir halda stjórn það er að segja) tel ég að vinstri stjórn muni ekki eiga séns í næstu kosningum þar sem öll vitleysan verður þessum tveim flokkum kennt um og hvernig hægri menn hefðu gert betur. Tel að dagar vinstri manna í stjór séu búnir.

Hægri menn þetta eru vitanlega ekkert annað en ræningjar og hef lesið mikið frá hægri mönnum hérna bölva núverandi ríkistjórn en þeir framkvæmdu stæðsta bankarán í sögu mannkyns held ég. en því miður fyrir okkur eru hægri menn betur í stakk búnir til að ná samningum en vinstri menn. það er bara ekki hægt að senda vinstri menn á móti peningamönnum þar sem þeir innst inni fyrirlíta hvern annan.

 

Best væri að senda virkilega snjalla samningamenn og tala við kínverjana þeir eiga stæðsta forða dollars sem til er. Sádarnir eiga eitthvað líka.

annars er enginn skyndilausn í þessu máli, og ísland er hreinlega búið að mála síg inni í horn og við verðum bara að bíða þangað til málinginn þornar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband